Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. mars 2018 13:25
Magnús Már Einarsson
Í beinni - Landsliðshópurinn valinn
Icelandair
Heimir velur hópinn í dag.
Heimir velur hópinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:15 hófst fréttamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari opinberar landsliðshópinn sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.

Um er að ræða síðasta landsliðshópinn áður en sjálfur HM hópurinn verður valinn í maí.

Ísland mætir Mexíkó eftir viku og Perú þriðjudaginn 27. mars.

Líklegt þykir að hópurinn verði nokkuð stór og að fleiri leikmenn verði í hópnum að þessu sinni en vanalega.

Orðrómur hefur verið um að Kolbeinn Sigþórsson, næstmarkahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, verði í hópnum í fyrsta skipti síðan á EM í Frakklandi.

Fundurinn verður sýndur beint á heimasvæði okkar á Facebook klukkan 13:15

Fylgstu með í beinni Twitter lýsingu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner