Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. mars 2018 19:30
Magnús Már Einarsson
Berglind Björg samdi við Blika
Berglind í leik með Breiðabliki.
Berglind í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímablið 2020.

Berglind er komin aftur í Breiðablik eftir nokkra mánuði hjá Hellas Verona á Ítalíu. Berglind og Arna Sif Ásgrímsdóttir fengu sig báðar lausa frá Verona á dögunum.

Dvölin á Ítalíu var ekki góð og draumurinn varð að martröð eins og Berglind lýsti í viðtali á Fóbolta.net á dögunum..

Berglind Björg hefur leikið 146 leiki með Breiðabliki í efstu deild frá því að hún spilaði sinn fyrsta leik með Breiðabliki árið 2007, þá aðeins 15 ára gömul. Í þessum leikjum hefur hún skorað 94 mörk.

Berglind var ein af lykilleikmönnum síðasta sumars og skoraði 25 mörk á síðasta ári.

„Við óskum Blikum og Berglindi innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til næstu ára með þessa markadrottningu í framlínunni," segir á Facebook síðu Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner