Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. mars 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Conte: Við munum berjast áfram
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóri Chelsea segir að liðið muni halda áfram að berjast fyrir 4. sætinu í deildinni og FA bikarnum það sem eftir lifi tímabils.

Englandsmeistarar Chelsea duttu úr Meistaradeildinni í vikunni eftir tap gegn Barcelona.

Chelsea eru í 5. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Liverpool í fjórða sætinu og mæta Leicester í 8 liða úrslitum FA bikarsins um helgina.

„Allir titlar eru okkur mikilvægir, í upphafi leiktíðar stefndum við að því að berjast til enda í öllum keppnum."

„Við komumst í undanúrslit í deildarbikarnum, 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og erum núna í 8 liða úrslitum FA bikarsins. Við viljum komast í undanúrslit og spila á Wembley."


Þegar Conte var spurður út í það hvort væri mikilvægara að ná fjórða sætinu eða vinna FA bikarinn sagði hann:

„Við verðum að reyna að gera bæði. Það mun ekki vera auðvelt. Leicester eru með gott lið og þeir fóru illa með okkur fyrr í vetur. Við þurfum einnig að reyna að gera okkar besta í deildinni til þess að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner