Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. mars 2018 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýnir valið á Frederik Schram - „Er hann að redda starfsmönnum KSÍ frítt inn á Hróarskeldu?"
Icelandair
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Getty Images
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fimm markverðir voru valdir í landsliðshópinn sem sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.

Markverðirnir eru Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ögmundur Kristinsson, Ingvar Jónsson og Frederik Schram.

Frederik er ekki gífurlega þekktur hér á landi, hann hefur aldrei búið hér og aldrei spilað með íslensku liði. Hann spilar þó með Íslandi, þar sem hann á íslenska móður.

Hann er á mála hjá Roskilde í B-deildinni í Danmörku og hefur verið aðalmarkvörður þar.

Þó veltir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, því fyrir sér af hverju hann er í hópnum fram yfir Anton Ara Einarsson, markvörð Íslandsmeistara Vals.

„Reddar Frederik Schram starfsmönnum KSÍ frítt inn á Hróarskeldu? Hvers vegna er hann þarna en ekki Anton Ari? Jafngamlir (23 ára) og Anton líklega besti kepperinn í Pepsi í fyrra," skrifar Hjörvar á Twitter áður en hann tekur það fram að enginn sé að missa svefn yfir því hver sé fimmti markvörðurinn hjá íslenska landsliðinu.

Rætt var aðeins um markvarðarmálin á fréttamannafundi í dag, en Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari landsliðsins, sagði frá því þar að hann hefði helst verið til í að taka með sér sex markverði í þessa ferð.

„Ég hefði viljað taka sex markmenn. Við erum að eignast betri og betri markverði. Anton Ari er sá sem er næstur inn," sagði hann.

Markmenn:
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Excelsior)
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)
Fredrik Schram (Roskilde)

Sjá einnig:
Frederik Schram: Íslenska landsliðið er stærsti draumurinn

Uppfært 15:41
Hjörvar á Twitter: Nú reyndar dauðsé ég eftir því að hafa hent þessu inn. Ég hef bara séð hann spila hér heima í U21. Var að heyra í einum búsettum í DK sem sagði mér að hann hafi verið geggjaður að undanförnu.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner