fös 16. mars 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi um útivallaárangur Everton: Þetta eru sláandi tölur
Icelandair
Gylfi í útileik á Old Trafford fyrr á tímabilinu.
Gylfi í útileik á Old Trafford fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Everton hefur gengið illa á ferðalögum sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið hefur einungis unnið einn af fimmtán leikjum sínum. WBA og Stoke eru einu liðin í deildinni sem hafa einnig unnið einungis einn útileik.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, ræddi um útivallaárangur iðsins í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Við forum yfir þetta um daginn og þetta er rosalegt. Þetta er ekki bara á þessu tímabili heldur líka síðustu 2-3 tímabil hjá klúbbnum. Þetta er sláandi tölfræði,” sagði Gylfi Þór við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Þjálfarinn fór yfir þetta um daginn og liðið hefur varla unnið fleiri en 3-4 útileiki á ári síðustu árin. Vonandi fer þetta að skána. Við eigum einhverja útileiki eftir og við þurfum að fara að vinna 2-3 leiki.”

Er þessi tölfræði á útivöllunum farin að leggjast á sálina hjá leikmönnum Everton? „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig. Ég hugsa ekkert út í þetta en ég veit ekki hvort aðrir leikmenn geri það. Við undirbúum okkur alveg eins í klefanum fyrir útileiki og heimaleiki. Við þurfum kannski að núllstilla okkur, vera þéttir varnarlega og reyna að ná í úrslit á útivelli sama hvernig við gerum það. Við getum þá byggt ofan á það.”

Everton heimsækir Stoke um helgina en Gylfi verður ekki með þar vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir gegn Brighton um síðustu helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner