Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. mars 2018 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir um Kolbein: Ranieri hrósaði honum í hástert
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn eftir langa fjarveru.

Kolbeinn er byrjaður að æfa aftur með Nantes en hann talaði um það á dögunum hversu mikið hann langaði að fara með á HM. „Af hverju ekki?" sagði Kolbeinn aðspurður að því hvort hann ætti möguleika að fara á HM.

Nú fær hann tækifæri til að sanna sig þrátt fyrir að hafa ekki spilað með aðalliði Nantes á þessu tímabili, hann hefur spilað með varaliðinu. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segist hafa átt gott spjall við Claudio Ranieri, þjálfara Nantes, um Kolbein.

„Við vildum sjá Kolbein með eigin augum og meta hversu klár hann er fyrir lokakeppnina," sagði Heimir.

„Kolbeinn er í mjög góðu standi. Honum sjálfum líður vel. Ég átti gott spjall við Ranieri og hann hrósaði honum í hástert fyrir hvernig hann hefur verið að æfa í endurkomunni. Í samráði við Nantes og þjálfarann mátti hann koma með okkur."

„Tilgangurinn með því að taka Kolbein með er ekkert endilega að láta hann spila landsleik heldur að skoða hann og sjá hvaða möguleikar eru," sagði Heimir jafnframt.

Andri Rúnar Bjarnason, framherji Helsingborg í Svíþjóð, er ekki í hópnum að þessu sinni en það verður fylgst vel með honum.

„Við hefðum viljað bæta Andra Rúnari við. Hann kom okkur skemmtilega á óvart í Indónesíu og við fylgjumst vel með honum," sagði Heimir.

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn: Kolbeinn, Albert og Samúel valdir
Athugasemdir
banner
banner
banner