Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 16. mars 2018 14:55
Magnús Már Einarsson
Heimir: Veit ekki hvort Kolbeinn sé kominn í landsliðsklassa
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Kolbeinn er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og hans teymi tilkynntu í dag 29 manna hóp sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.

Þetta er síðasti landsliðshópurinn sem er valinn áður en 23 manna hópur fyrir HM í Rússlandi verður valinn þann 11. maí.

Stærstu fréttirnar eru þær að Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes, er kominn aftur inn í hópinn eftir langa fjarveru.

„Það er geggjað fyrir hann að hann sé kominn til baka," sagði Heimir um Kolbein.

„Ég veit ekki hvort hann sé kominn aftur í landsliðsklassa en við fáum að meta hvar hann er í endurhæfingunni út í Bandaríkjunum. Það verður að hrósa (Claudio) Ranieri og Nantes að leyfa honum að fara með okkur."

Athygli vakti að Rúnar Már Sigurjónsson var ekki á blaði í þessum 29 manna hóp en hann hefur margoft verið í 23 manna hóp og var til að mynda í EM-hópnum sem fór til Frakklands.

„Við vitum nákvæmlega hvað við höfum í Rúnari Má og töldum að það væri mikilvægara að skoða aðra í þessu verkefni og það er sama með Arnór Smárason. Þeir eru ekkert út úr möguleikanum í lokahópnum þó þeir séu ekki valdir hér."

Í hópnum að þessu sinni eru fleiri möguleikar í bakvarðarstöðunum, Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Theódór Elmar Bjarnason og Rúrik Gíslason hægra megin og svo eru Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon vinstra megin. Talað hefur verið um skort á bakvörðum í landsliðinu en svo virðist sem breiddin sé að aukast töluvert.

„Við höfum markvisst verið að vinna að þessu. Þó svo að hann eldist ansi vel, Birkir Már Sævarsson þá mun hann einhvern tímann hætta í íslenska landsliðinu og við verðum að vera með arftaka. Þá verður sá leikmaður að hafa fengið reynslu. Við erum þokkalega sáttir með niðurstöðuna."

„Ari hefur verið að spila sem vinstri bakvörður í sínu félagi, Hörður hefur verið spila sem vinstri bakvörður í sínu félagi og Rúrik hefur verið að spila sem hægri bakvörður í sínu félagi. Við erum ekki að taka leikmenn úr öðrum stöðum og setja þá í nýjar stöður."

Þessir leikir út í Bandaríkjunum eru síðustu leikirnir áður en lokahópurinn fyrir HM verður tilkynntur. Nú verða menn að sanna sig ef þeir ætla sér með til Rússlands.

„Þetta verða harðir leikir og menn munu leggja sig fram í þessum leikjum. Það eru allir að berjast um fá sæti til Rússlands."

„Það er svo sem ekkert markmiðið að allir fái mínútur. Við erum með leikmenn sem við vitum nákvæmlega hvað hafa fram að færa. Við erum með aðrar spurningar sem við þurfum svör við, hvort sem það nægir okkur að sjá þá á æfingum eða í leikjum, við þurfum bara að meta það þegar til Bandaríkjanna er komið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner