Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. mars 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Huddersfield kaupir Lossl
Mynd: Getty Images
Huddersfield Town hafa gengið frá kaupunum á danska markverðinum Jonas Lossl.

Lossl er í augnablikinu á eins árs lánssamning hjá liðinu frá Mainz í Þýskalandi og hefur spilað alla leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Lossl mun ganga alfarið til liðs við liðið þann 1. júlí næstkomandi þegar félagsskiptaglugginn opnar.

„Við vissum að Jonas væri hæfileikaríkur þegar við fengum hann og hann hefur nú sýnt öllum það," sagði David Wagner þjálfari liðsins.

„Hans framlag hefur verið gríðarlega mikilvægt fyrir spilamennsku okkar í vetur. Hann hefur átt mikilvægar markvörslur á mikilvægum augnablikum."

Huddersfield taka á móti Crystal Palace á laugardaginn en liðið er fjórum stigum frá fallsæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner