Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. mars 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Kári fær sjö leikmenn á láni frá ÍA (Staðfest)
Stefán Ómar Magnússon
Stefán Ómar Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson
Albert Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Kári hefur fengið liðsstyrk fyrir baráttuna í 2. deildinni næsta sumar en í dag skrifuðu 7 leikmenn undir lánssamning við félagið.

Leikmennirnir koma allir frá ÍA og þurfa því ekki að flytja langt en bæði lið spila á Akranesi.

Leikmennirnir sem ganga til liðs við Kára eru þeir Albert Hafsteinsson, Alexander Már Þorláksson, Aron Ingi Kristinsson, Birgir Steinn Ellingsen, Guðfinnur Þór Leósson, Oskar Wasilewski og Stefán Ómar Magnússon.

Albert er 21 árs miðjumaður en hann á að baki 59 leiki með ÍA í Pepsi deildinni og hefur skorað í þeim 4 mörk. Albert fótbrotnaði á dögunum og missir af byrjun móts. Til að komast í leikform mun hann spila fyrstu leikina með Kára eftir endurkomuna.

Alexander Már er 22 ára framherji sem lék með Kára á láni á síðasta tímabili einnig. Þá skoraði hann 17 mörk í 18 leikjum í 3. deildinni.

Aron Ingi Kristinsson er 19 ára vinstri bakvörður. Hann spilaði 5 leiki fyrir ÍA í Pepsi deildinni síðasta sumar.

Birgir Steinn, Guðfinnur og Oskar eru allir að stíga sín fyrstu skref í Meistaraflokki. Birgir spilaði 2 leiki með Kára í 3. deildinni á síðasta tímabili og Guðfinnur fékk tækifæri í einum leik með ÍA í Pepsi deildinni.

Stefán Ómar Magnússon hefur spilað fyrir Huginn frá Seyðisfirði undanfarin ár. Síðasta sumar skoraði hann 3 mörk í 21 leik í 2. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner