Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 16. mars 2018 13:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsnefndin fer með á HM
Icelandair
Ríkharður Daðason er í landsliðsnefnd.
Ríkharður Daðason er í landsliðsnefnd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsnefndin umdeilda fer með á HM og verður hún skipuð sömum mönnum og í síðustu verkefnum. Þetta staðfesti Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.

„Það var ákveðið á stjórnarfundi í gær að það verði sama landsliðsnefnd áfram. Það var ósk okkar í þjálfarateyminu. Okkur er ljúft og skylt að hrósa þessari nefnd eins og hún er núna. Gott hjá stjórn KSÍ að samþykkja þessa ósk okkar," sagði Heimir.

Landsliðsnefnd þessi hefur fengið gagnrýni á sig. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri á Vísi, tók saman útekt á sínum tíma þar sem hann sagði meðal annars að að leikmenn íslenska landsliðsins skilji ekki tilgang nefndarinnar.

Samkvæmt lögum KSÍ hefur landsliðsnefnd umsjón með þátttöku landsliðsins í alþjóðakeppni, skipuleggur undirbúning þeirra og annast samskipti við starfsmenn liðanna.

Meðlimir landsliðsnefndarinnar fylgja meðal annars landsliðinu í verkefni erlendis og mun hún fara til Rússlands.

Landsliðsnefnd karla:
Rúnar Vífill Arnarson,
Jóhannes Ólafsson,
Magnús Gylfason,
Ríkharður Daðason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner