Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. mars 2018 17:20
Ingólfur Stefánsson
Mourinho hélt 12 mínútna varnarræðu fyrir fréttamenn
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur beðið aðdáendur Manchester United um þolinmæði í ótrúlegri 12 mínútna ræðu þar sem hann gagnrýnir arfleifð félagsins og ver árangur sinn.

Margir stuðningsmenn liðsins voru ósáttir með það hvernig Mourinho nálgaðist viðureign Man Utd við Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Sevilla fór áfram eftir 2-1 sigur á Old Trafford.

Mourinho nýtti tækifærið og benti stuðningsmönnum á ástand liðsins þegar hann tók við því og segist lofa því að skilja eftir betra lið fyrir eftirmann sinn.

„Ég ætla ekki að flýja eða hverfa eða gráta þó að einhverjir séu ósáttir. Ég er ekki hræddur við að sýna ábyrgð."

„Síðustu sjö ár hefur Manchester City ekki endað neðar en í 4. sæti. Þeir hafa unnið deildina tvisvar og þrisvar endað í öðru sæti. Það er betri arfleifð en ég tók við. Vitið þið hvað er líka arfleifð? Otamendi, De Bruyne, Fernandinho, David Silva, Sterling og Aguero. Þeir eru fjárfestingar úr fortíðinni. Vitið þið hvað margir leikmenn hafa yfirgefið United síðan ég tók við liðinu? Farið og skoðið hvar þeir spila núna, hvernig þeir eru að spila eða hvort þeir spili yfir höfuð."

„Þegar ég fer mun næsti þjálfari finna hér Romelu Lukaku, Nemanja Matich og David De Gea. Hann mun fá leikmenn með alvöru hugarfar."


Hann hélt áfram: „Þegar ég var tvítugur var ég ekki þekktur í fótboltaheiminum. Nú er ég 55 ára og ég er búinn að áorka því sem ég hef áorkað vegna þess hver ég er og hvernig ég vinn. Vegna þess að ég er hæfileikaríkur og með rétt hugarfar. Ég skil það að mörg ár voru erfið fyrir fólk sem er á móti mér því ég var alltaf að vinna. Nú hef ég ekki unnið titil í 10 mánuði."

„Ég sigraði Liverpool og Chelsea, en ég tapaði gegn Sevilla. Nú er þeirra tími til að vera ánægðir. Ég samgleðst öðrum og ég er mjög hamingjusamur einstaklingur."
Athugasemdir
banner
banner
banner