Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. mars 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Myndbandsdómgæsla verður notuð á HM (Staðfest)
Mynd: Sky Sports
Myndbandsdómgæsla verður notuð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Gianni Infantino tilkynnti ákvörðunina eftir fund knattspyrnuráðs FIFA í Kólumbíu fyrr í dag.

Ákvörðunin kemur ekki á óvart en á dögunum var innleiðing myndbandadómgæslu samþykkt alróma eftir tveggja ára kynningartímabil.

Infantino sagði: „Við munum halda okkar fyrsta heimsmeistaramót með aðstoð myndbandsdómgæslu. Tæknin hefur verið innleidd í fótboltaheiminn og bætt. Við erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun."



Athugasemdir
banner
banner