Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. mars 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur R. skoðar fyrrum leikmann Malmö - Í U21 landsliðinu
Víkingar eru að reyna að styrkja sig.
Víkingar eru að reyna að styrkja sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingarnir úr Reykjavík reyna nú að styrkja sig fyrir átökin sem verða í Pepsi-deild karla í sumar.

Félagið gekk í dag frá lánssamingi við Atla Hrafn Andrason en hann kemur á láni frá Fulham. Atli er 19 ára gamall en hann kom til Fulham frá KR sumarið 2016.

Fótbolti.net heyrði orðið í Loga Ólafsson, þjálfara Víkinga, í dag en hann staðfesti að Aron Már Brynjarsson væri að æfa með liðinu og skoðað yrði í kjölfarið hvort samið yrði við hann.

Aron Már er 19 ára gamall hægri bakvörður sem hefur verið á mála hjá Malmö í Svíþjóð og spilað með yngri liðunum þar.

Hann er í U21 landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag.

Víkingar í markvarðarleit
Þá eru Víkingar í markvarðarleit eftir að ekki náðist samkomulag við Trausta Sigurbjörnsson. Markmannsmálin eru í óvissu í Fossvoginum fyrir sumarið en Róbert Örn Óskarsson missir að minnsta kosti af byrjun tímabils vegna meiðsla.

Senegalski markvörðurinn Serigne Mor Mbay var á reynslu hjá Víkingi á dögunum en ekki hefur verið gefið neitt út með hann.

„Það er ekkert komið á hreint en við vonumst til því að gera eitthvað í því á næstu dögum," sagði Logi við Fótbolta.net, aðspurður út í markvarðarmálin.

Komnir:
Atli Hrafn Andrason frá Fulham á láni
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Víkingi Ó.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson frá Aftureldingu
Rick ten Voorde frá Hapoel Ramat Gan
Sindri Scheving frá Val
Sölvi Geir Ottesen frá Guangzhou R&F

Farnir:
Geoffrey Castillion í FH
Ívar Örn Jónsson í Val
Viktor Bjarki Arnarsson í HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner