fös 16. mars 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vonandi fer Gylfi ekki of snemma af stað"
Icelandair
Heimir og Gylfi.
Heimir og Gylfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var að sjálfsögðu spurður út í Gylfa Sigurðsson á fréttamannafundi í dag.

Gylfi meiddist á hné í leik gegn Brighton um síðustu helgi og verður frá í 6-8 vikur samkvæmt því sem Everton, lið Gylfa, hefur gefið frá sér.

„Við vitum bara hvernig meiðslin eru, þetta er liðband sem er tognað. Vonandi verður hann frá í styttri tíma en upp var gefinn, en við skiljum líka að það er eðlilegt að gefa upp aðeins lengri tíma en menn hugsa," sagði Heimir.

„Vonandi fer hann ekki of snemma af stað, það er það eina sem við erum hræddir um."

En hvernig leið Heimi þegar hann var að bíða eftir fréttum af Gylfa?

„Hvernig leið mér? Ég hef tekið ákvörðun um það að svekkja mig ekki á hlutum sem ég ræð ekki við."

„Við fórum strax að hugsa 'hvað ef?' og við munum nota þessa ferð í að skoða 'hvað ef?'."

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn: Kolbeinn, Albert og Samúel valdir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner