Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 16. apríl 2014 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Atletico Mineiro hætt við að fá Anelka - Mætti ekki á staðinn
Anelka þarf að halda áfram að leita sér að félagi.
Anelka þarf að halda áfram að leita sér að félagi.
Mynd: Getty Images
Nicolas Anelka mun ekki ganga til liðs við Atletico Mineiro eftir að brasilíska félagið hætti við að semja við leikmanninn.

Þessi 35 ára gamli framherji var rekinn frá West Bromwich Albion í mars eftir að hafa verið refsað fyrir fagn í leik gegn West Ham í desember.

Franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi fór svo að leita sér að félagi og höfðu umboðsmenn hans skrifað undir for-samning við Mineiro þann 4. apríl.

Anelka skrópaði þó á fund með Mineiro í borginni Belo Horizonte og ákvað félagið að hætta við að fá hann til liðs við sig.

,,Þeir sögðu okkur að hann myndi koma vikuna eftir að við sömdum og vera í Belo Horizonte, heimsækja æfingasvæðið og leita að húsnæði," sagði Eduardo Maluf, framkvæmdastjóri Mineiro.

,,Við sögðum í gær að tíminn fyrir samkomulag eða útskýringu væri liðinn, því við vildum fá hann fyrir baráttu okkar í Copa Libertadores. Í dag fengum við þó póst frá umboðsmanni hans sem sagði okkur að Anelka, sem er múslimi, væri í Kúvæt á einhverjum viðburði og myndi koma 19. apríl."

,,Honum bar skylda að tilkynna okkur þetta, en við heyrðum bara af þessu núna. Ég ræddi við forseta félagsins (Alexander Kalil, sem greindi frá því á Twitter að samkomulag væri í höfn) og við vorum sammála um að mikilfengleiki Atletico væri miklu meiri en einn stakur leikmaður, og því ákváðum við að hætta við þetta."

Athugasemdir
banner
banner