Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. apríl 2014 16:58
Elvar Geir Magnússon
Cruyff: Barcelona þarf að fá Guardiola aftur
Mynd: Getty Images
Barcelona-goðsögnin Johan Cruyff segir að spænska félagið þurfi að fá Pep Guardiola aftur í sumar. Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir Börsunga þar sem liðið hefur dottið úr leik í Meistaradeildinni og er fjórum stigum frá efsta sæti spænsku deildarinnar.

„Það besta fyrir Barcelona væri að fá Pep Guardiola aftur. Ef Joan Laporta verður forseti aftur þá þarf að fá Pep aftur. Ég er viss um að hann væri til," segir Cruyff.

Það hefur verið mikill óróleiki innan herbúða Börsunga á tímabilinu í kringum kaupin á Neymar og þá var félagið sett í bann frá kaupum í næstu tveimur félagaskiptagluggum fyrir að semja við of unga leikmenn.

„Þeir sem eru við stjórnvölinn ráða hvað er gert. Þeir sem vita hvað þeir eiga að gera eru ekki látnir taka ákvarðanir. Þegar Laporta var forseti lét hann Txiki Begiristain, yfirmann íþróttamála, og Frank Rijkaard og svo Pep taka ákvarðanir varðandi fótboltann."

Barcelona leikur í kvöld gegn Real Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner