Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. apríl 2014 14:30
Daníel Freyr Jónsson
Ferguson selur vínsafnið - Metið á 570 milljónir
Sir Alex Ferguson er mikill áhugamaður um vín.
Sir Alex Ferguson er mikill áhugamaður um vín.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, hefur fengið uppboðshúsið Cristie's til að selja sitt stóra vínsafn.

Safnið telur alls um 5000 flöskur, en Skotinn byrjaði að safna fágætum vínflöskum sem áhugamál til að róa taugarnar er hann stýrði United. Byrjaði hann að safna þeim árið 1991.

Ferguson settist iðulega niður með stjórum andstæðinga sinna eftir leiki og drakk með þeim vín. Hefur hann sérstaklega hrósað þeim Roberto Mancini og Arsene Wenger fyrir að koma með góð vín þegar þeir heimsóttu United á Old Trafford.

Virði flaskanna er mismunandi, en dýrmætustu flöskurnar eru sex eintök af 1999 árganginum af Romanée-Conti Grand Cru rauðvíni. Talið er að hver flaska muni seljast á 9 til 12 milljónir króna.

Safnið í heild er metið á 3 milljónir punda, eða rétt tæpar 570 milljónir króna.
Athugasemdir
banner
banner