Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. apríl 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gary Neville gagnrýnir Jarvis fyrir að hafa staðið í lappirnar
Mynd: Getty Images
Áður en West Ham tók forystuna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni áttu Hamrarnir að fá vítaspyrnu þegar Bacary Sagna sparkaði í hné Matt Jarvis.

Jarvis stóð í lappirnar en það voru mistök hjá honum að láta sig ekki falla að mati Gary Neville, sparkspekings Sky Sports.

„Hann átti að fara niður. Þú getur annaðhvort verið engill og gert það sem Matt Jarvis gerði og fengið klapp á bakið þegar þú ferð heim eða fært liðinu þínu vítaspyrnu. Þetta var klárt brot en dómarinn dæmir ekki nema leikmaðurinn fari niður," segir Neville.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti Gary Neville á Sky Sports en Arsenal vann 3-1 sigur.


Athugasemdir
banner