Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 16. apríl 2014 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Megum fara að sjá sólina gulari og grasið grænna
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins á Víkingum er liðin mættust í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld en Breiðablik mætir Þór í undanúrslitunum. Gunnleifur var ánægður með frammistöðu liðsins og segist þá spenntur fyrir komandi sumri.

,,Hún var ágæt, við höfum oft spilað betur en það er alltaf gaman að vinna 1-0 og vinnslan var góð sérstaklega í seinni hálfleik. Fín holning á þessu heilt yfir litið," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í kvöld.

,,Vinnsla og hlaupageta og vilji það var aðallega það. Víkingar eru baráttulið sem vilja hlaupa mikið og fara í contact og svona og við mættum því og gerðum það ágætlega."

,,Við erum með nokkra mjög flinka og spræka leikmenn sem geta slátrað leikjum hvenær sem er."

,,Það er alltaf erfitt að spila við Þór, sama hvar og hvenær. Það er komin tilhlökkun þó svo það sé snjór úti, spenna og gleði og núna verðum að sjá sólina verða gulari og grasið grænna og þá verðum við klárir,"
sagði hann enn fremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner