Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. apríl 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Klopp: Sást að leikmenn voru þreyttir
Það var þreyta í lærisveinum Klopp í gær.
Það var þreyta í lærisveinum Klopp í gær.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, viðurkenndi að sínir menn hefðu verið afar þreyttir þegar þeir unnu 2-0 sigur gegn Wolfsburg í undanúrslitum þýska bikarsins í gær.

Þrátt fyrir 2-0 sigur var Dortmund langt frá því að vera sannfærandi og var jafnvel heppnisstimpill eftir sigrinum. Segir Klopp að Meistaradeildarleikurinn gegn Real Madrid og leikurinn gegn Bayern Munchen um helgina hafi tekið sinn toll.

,,Við komumst í úrslitin, allt er í himnalagi. Það er eðlilegt að gott lið eins og Wolfsburg fái tækifæri," sagði Klopp.

,,Strákarnir hafa spilað mikinn fótbolta og í dag (í gær) sást það í fyrsta skiptið að það tekur sinn toll. Við vorum ekki nógu ferskir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner