banner
   mið 16. apríl 2014 20:15
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Þór vann Keflavík í vítaspyrnukeppni
Ármann Pétur Ævarsson skoraði í blálokin og kom viðureigninni í vítaspyrnukeppni.
Ármann Pétur Ævarsson skoraði í blálokin og kom viðureigninni í vítaspyrnukeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 2 - 2 Keflavík
0-1 Elías Már Ómarsson ('2)
0-2 Hörður Sveinsson ('6)
1-2 Þórður Birgisson ('37)
2-2 Ármann Pétur Ævarsson (víti '91)
*Þór vann í vítaspyrnukeppni

Þór Akureyri hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins en liðið vann sigur á Keflavík í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum.

Leikurinn fór fram í Boganum og var staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Keflvíkingar komust yfir strax á 2. mínútu þegar hinn ungi Elías Már Ómarsson skoraði. Hörður Sveinsson bætti svo marki við fjórum mínútum síðar.

Keflvíkingar misstu mann af velli á 19. mínútu þegar varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson fékk að líta rauða spjaldið.

Þór náði að nýta sér liðsmuninn og Þórður Birgisson minnkaði í 1-2 en þannig var staðan í hálfleik.

Allt stefndi í að tíu Keflvíkingar næðu sigri í leiknum en í uppbótartíma jafnaði Ármann Pétur Ævarsson úr vítaspyrnu.

Ekki var framlengt heldur farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Sandor Matus, markvörður Þórs, varði síðustu spyrnuna og tryggði Þór sigur.

Upplýsingar af urslit.net

Byrjunarlið Þórs: Sandor Matus (m), Halldór Orri Hjaltason, Atli Jens Albertsson, Ármann Pétur Ævarsson, Kristinn Þór Björnsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson (f), Orri Freyr Hjaltalín, Þórður Birgisson, Hlynur Atli Magnússon, Sigurður Marinó Kristjánsson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Árni Freyr Ásgeirsson (m), Ray Anthony Jónsson, Haraldur Freyr Guðmundsson (f), Einar Orri Einarsson, Sigurbergur Elísson, Hörður Sveinsson, Halldór Kristinn Halldórsson, Daníel Gylfason, Magnús Þórir Matthíasson, Sindri Snær Magnússon, Elías Már Ómarsson.
Athugasemdir
banner
banner