mið 16. apríl 2014 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Maldini: AC Milan verður að fjárfesta í unglingastarfinu
Paolo Maldini vill að AC Milan einbeiti sér að ungu strákunum.
Paolo Maldini vill að AC Milan einbeiti sér að ungu strákunum.
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, goðsögn AC Milan, segir að félagið verði að fjárfesta í unglingastarfi sínu í stað þess að reyna að fá til sín dýra og þekkta leikmenn.

AC Milan hefur dalað hrikalega undanfarin ár og þá sérstaklega á þessu tímabili, þar sem liðið er um miðja deild í Seríu A.

Maldini hefur verið duglegur að gagnrýna félagið á tímabilinu, en hann er sjálfur uppalinn í unglingastarfi félagsins.

,,Til að geta verið með virkilega hugmyndafræði í unglingastarfinu þarftu að gera áform til að minnsta kosti fimm ára, þetta þarfnast þolinmæði," sagði Maldini.

,,Það er ekki hægt að fjárfesta bara í aðalliðinu. Þú þarft að fjárfesta jafnmikið í unglingastarfinu. Milan hefur verið skilið eftir hvað það varðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner