Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. apríl 2014 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Martinez: Við hættum að vera við sjálfir
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton á Englandi, var vonsvikinn með 3-2 tapið gegn Crystal Palace á Goodison Park í kvöld.

Liðið lenti tveimur mörkum undir en kom sterkt til baka í þeim síðari. Liðið minnkaði muninn en Palace komst aftur tveimur mörkum yfir áður en Kevin Mirallas minnkaði aftur muninn fyrir Everton.

Liðið berst um Meistaradeildarsæti en Everton er í fimmta sæti, stigi á eftir Arsenal þegar fjórir leikir eru eftir.

,,Þessi úrslit særa og eru auk þess mikil vonbrigði. Við vorum hræddir í fyrri hálfleik, það sýndi sig í fyrsta markinu. Þeir voru ógnuðu okkur ekki þannig að þeir myndu skora þrjú mörk og við fengum slæm mörk á okkur," sagði Martinez.

,,Viðbrögðin í seinni hálfleik var hið rétta Everton. Það var fullkomið og við vorum í raun óheppnir að fá ekki neitt úr leiknum en við verðum tilbúnir fyrir síðustu fjóra leiki tímabilsins."

,,Við vildum svo innilega vinna þennan leik, svo mikið að við hættum að vera við sjálfir og við verðum að læra af því. Við munum reyna að fá eins mörg stig og möguleiki er á, það breytist ekki. Við höfum átt magnað tímabil og það býr ótrúlega mikið í þessum hóp,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner