banner
   mið 16. apríl 2014 11:19
Elvar Geir Magnússon
Meistarakeppni KSÍ leikin á Samsung-vellinum
Halldór Arnarsson, varnarmaður Fram, og Gary Martin, sóknarmaður KR.
Halldór Arnarsson, varnarmaður Fram, og Gary Martin, sóknarmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Fram munu leika til úrslita í Meistarakeppni KSÍ en þessi árlegi leikur markar upphaf hvers keppnistímabils.

Staðfest hefur verið að leikurinn verður 28. apríl og mun fara fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Kvennaleikurinn verður á sama stað föstudaginn 2. maí en þar munu mætast Stjarnan og Breiðablik.

Fyrstu leikir í Pepsi-deild karla verða svo sunnudaginn 4. maí og keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 13. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner