Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. apríl 2014 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Nýi Hollendingurinn ekkert með kvennaliði ÍBV í sumar
Kim Dolstra við undirskriftina hjá ÍBV. Hún verður ekkert með liðinu í sumar.
Kim Dolstra við undirskriftina hjá ÍBV. Hún verður ekkert með liðinu í sumar.
Mynd: Eyjafréttir
Hollenski landsliðsmaðurinn Kim Dolstra sem gekk til liðs við kvennalið ÍBV í vetur mun ekkert spila með liðinu í sumar vegna meiðsla sem hún hlaut í landsleik á dögunum.

Dolstra gekk til liðs við ÍBV í febrúar síðastliðnum og hefur spilað með liðinu í Lengjubikarnum.

Hún sleit krossband í hné í leik með hollenska landsliðinu á dögunum. Ljóst er að það tekur marga mánuði að ná sér af slíkum meiðslum eftir aðgerð og því ljóst að hún mun ekkert verða meira með liðinu á þessu ári.

Á heimasíðu ÍBV kemur fram að ekki hafi verið ákveðið hvort annar leikmaður verði fenginn í hennar stað en það gæti reynst erfitt svo skömmu fyrir mót.

Góðu fréttirnar fyrir ÍBV eru hinsvegar þær að Sigríður Lára Garðarsdóttir sem sleit krossband í júlí í fyrra er að fara að spila með liðinu að nýju eftir að hafa tekið þátt í öllum æfingum liðsins síðan í byrjun mars.
Athugasemdir
banner
banner