Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. apríl 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Rudi Garcia: Stefnum á titilinn meðan það er möguleiki
Rudi Garcia, þjálfari Roma.
Rudi Garcia, þjálfari Roma.
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia þjálfari Roma segir að liðið stefni á ítalska meistaratitilinn meðan möguleikinn sé til staðar. Hann segir að félagið þurfi að setja stefnuna hátt.

Fimm umferðir eru eftir af ítölsku A-deildinni og er Roma átta stigum á eftir Juventus.

„Svo lengi sem það er möguleiki þá er von. Þegar umferðirnar líða hjá og bilið helst það sama verður þetta alltaf erfiðara. En þegar ekkert virðist breytast þá getur eitthvað óvænt gerst," segir Garcia.

„Við erum að fara að spila erfiðan leik í Flórens á laugardag meðan Juventus á heimaleik gegn Bologna sem ætti að vinnast fyrir þá. En maður veit aldrei. Við förum í alla leiki til að sigra og Juventus líka."

Garcia hefur fengið mikið lof fyrir það sem hann hefur gert með Roma síðan hann tók við síðasta sumar. Ekki síst fyrir fjölbreytileikann en leikstíll Roma getur breyst mikið eftir leikjum.

„Mér líður vel hérna og mun ræða við félagið í lok tímabilsins. Ég elska Ítalíu, sérstaklega Róm. Það er mikil ástríða í kringum fótboltann og það líkar mér. Við reynum að byggja sterkt lið því Rómverjar eiga það skilið. Það er mikilvægt að hugsa stórt. Áður en ég leita að mönnum til að styrkja liðið mun ég leggja áherslu á að halda þeim burðarásum sem fyrir eru," segir Frakkinn Garcia sem áður stýrði Lille.
Athugasemdir
banner
banner
banner