Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. apríl 2014 16:25
Elvar Geir Magnússon
Telur að Messi sé að glíma við andlega erfiðleika
Mynd: Getty Images
Cesar Luis Menotti, fyrrum þjálfari hjá Barcelona og argentínska landsliðinu, telur að Lionel Messi sé að glíma við andlega erfiðleika á sínum ferli.

„Messi þarf að yfirstíga það hversu erfitt er að sætta sig við slæma frammistöðu. Hann þarf að finna gleðina, stoltið og ástríðuna sem fylgir því að spila fyrir Barcelona," segir Menotti.

„Mér finnst hann frekar vera að glíma við andlega þreytu en líkamlega. Það er eðlilegt þegar álagið er mikið og pressan á honum gríðarleg. Kannski gæti nokkurra daga hvíld hjálpað honum að endurstilla sig og verða bestur í heimi á ný."

Vangaveltur hafa verið uppi um að Messi væri þegar kominn með hugann við HM en Menotti telur að það sé ekki ástæðan fyrir lægðunum sem leikmaðurinn hefur farið í þetta tímabilið.

„Ég tel að hann sé ekki þegar farinn að hugsa um Brasilíu. Það er smá óskipulag í höfðinu á honum. Þetta gerist fyrir bestu leikmenn heims en ég hef fulla trú á Messi og að hann muni eiga frábæran bikarúrslitaleik. Eftir allt saman er hann mannlegur."
Athugasemdir
banner
banner