Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. apríl 2014 13:23
Elvar Geir Magnússon
U17 kvenna: Andrea Celeste með þrennu í fyrri hálfleik
Stelpurnar í U17 landsliðinu.
Stelpurnar í U17 landsliðinu.
Mynd: KSÍ
Andrea Celeste Thorisson skoraði þrennu fyrir íslenska U17 kvennalandsliðið sem vann Færeyjar 5-1 á sérstöku undirbúningsmóti UEFA í Belfast.

Þetta var síðasti leikur Íslands á mótinu. Liðið lagði Wales í fyrsta leiknum en beið lægri hlut gegn Norður Írlandi í öðrum leik.

Andrea leikur fyrir FC Rosengård í Svíþjóð en hún skoraði þrjú fyrstu mörk íslenska liðsins á fyrstu 25 mínútum leiksins.

Jasmín Erla Ingadóttir og Elena Brynjarsdóttir skoruðu hin tvö mörk Íslands.

Byrjunarliðið:

Markvörður - Telma Ívarsdóttir

Miðverðir - Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir og Dagmar Pálsdóttir

Hægri bakvörður - Kristín Alfa Arnórsdóttir

Vinstri bakvörður - Kristín Þóra Birgisdóttir

Miðjumenn - Harpa Harðardóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Una Margrét Einarsdóttir

Hægri kantur - Jasmín Erla Ingadóttir, fyrirliði

Vinstri kantur - Agla María Albertsdóttir

Framherji - Andrea Celeste Thorisson
Athugasemdir
banner
banner
banner