Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. apríl 2014 11:36
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Umboðsmaður: Ekkert tilboð frá Man Utd í Kroos
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Volker Struth, umboðsmaður Toni Kroos, hefur neitað fréttum þess efnis að Manchester United hafi lagt fram tilboð í leikmanninn.

Samningur Kroos við Bayern rennur út eftir rúmt ár en hann hefur verið sterklega orðaður við United.

Umboðsmaður hans segist ekkert hafa heyrt frá United ennþá.

,,Við höfum ekki fengið opinbert tilboð," sagði Struth.

,,Það er engin þörf á að leggja fram tilboð því Toni verður með Bayern Munchen þar til í júní 2015."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner