Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 16. apríl 2015 23:00
Elvar Geir Magnússon
Ellert Hreins: Var ekki léttur Suarez í þessu?
Ellert Hreinsson var í banastuði í kvöld.
Ellert Hreinsson var í banastuði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við litum virkilega vel út," sagði Ellert Hreinsson, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur gegn Val í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld. Blikar léku á als oddi í leiknum og Valsmenn áttu engin svör.

„Við komum vel inn í leikinn, við misstum aðeins dampinn seinni hluta seinni hálfleiks en komum virkilega sterkir í seinni hálfleikinn."

„Vonandi gefur þetta rétta mynd af liðinu fyrir sumarið. Það væri gaman en við erum samt á jörðinni."

Ellert skoraði tvö mörk í leiknum og virkar í hörkustandi en hann hefur oft verið ansi óheppinn með meiðsli

„Já mér líður mjög vel. Við vorum einmitt að ræða það í gær að þetta er eiginlega fyrsta heila undirbúningstímabilið sem ég næ síðan ég kom upp í meistaraflokk."

Seinna mark hans í kvöld var stórglæsilegt og fór hann illa með Þórð Steinar Hreiðarsson í aðdragandanum.

„Var ekki léttur Suarez í þessu? Þetta var virkilega „sexý" þó ég segi sjálfur frá. Þegar ég snéri hann af mér kom ekkert annað til greina en að fara bara sjálfur og klára þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner