Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 16. apríl 2015 23:16
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Vorum kærulausir og klaufalegir
"Við vitum að við erum mikið betri en þetta."
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Fylki áttu mjög dapurt kvöld þegar þeir töpuðu 1-5 fyrir 1. deildarliði KA í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. KA komst tveimur mörkum yfir strax í blábyrjun leiksins og eftir Fylkir missti mann af velli með rautt spjald var þetta aldrei spurning.

„Þeir byrjuðu þetta af miklu meiri krafti en við. Þetta var kæruleysisleg byrjun og við fengum á okkur tvö mörk. KA er með hörkulið og gerði þetta vel en að sama skapi vorum við klaufar," sagði Jóhannes Karl.

„Við missum líka aðeins hausinn við að missa mann af velli. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt og það tók tíma að jafna sig. Þetta var aldrei rautt spjald, gult hefði verið fínt og við hefðum getað haldið áfram."

„Mörkin tvö sem við fengum á okkur í seinni hálfleik gáfum við á silfurfati. Ég ætla ekki að taka neitt af KA. Þeir eru með mjög gott lið sem á sjálfsagt eftir að gera mjög góða hluti í 1. deildinni. Það verður gaman að fylgjast með þeim í sumar."

„Það hefur verið stígandi hjá okkur og við höfum verið að fá á okkur lítið af mörkum svo við verðum að skoða þennan leik. Það er fullt sem við getum lært af þessum leik og kannski fínt að fá þetta núna. Við höfum nóg að vinna í, við ætlum að vera klárir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Við vitum að við erum mikið betri en þetta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner