mán 16. apríl 2018 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endar Gummi Ben með risastórt skjaldarmerki á bakinu?
Icelandair
Gummi Ben í viðtali.
Gummi Ben í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Það eru gleðitíðindi.

Gummi hefur síðustu vikurnar verið að gera upphitunarþætti fyrir mótið þar sem hann hefur heimsótt landsliðsmennina sem munu taka þátt á mótinu fyrir Íslands hönd.

Sýnt var úr þáttunum í "Ísland í dag" á Stöð 2 í kvöld en þar var einnig rætt við Gumma og leikstjórann Garðar Örn Arnarsson.

Í fyrsta þættinum verður landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, heimsóttur en þegar sýnt var úr þáttunum, sem bera heitið "Fyrir Ísland" í kvöld kom fram að Gummi hefði lofað Aroni Einari að fá sér heljarinnar húðflúr ef Íslandi tekst að vinna HM.

Aron Einar er með mörg húðflúr en á bakinu er hann með risavaxið húðflúr af skjaldarmerki Íslands. Það þekur allt bakið á Aroni.

Ef Íslandi tekst hið ómögulega, að vinna HM þá ætlar Aron að bjóða Gumma upp á eitt stykki svona húðflúr.

Mynd af húðflúrinu er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner