Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. apríl 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Gengi Newcastle hefur umturnast eftir áramót
Rafa Benitez
Rafa Benitez
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Chelsea, er að gera gríðarlega góða hluti með Newcastle þessa dagana.

Fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag, þar sem liðið kom til baka og sigraði 2-1 eftir að hafa lent 0-1 undir, hafði liðið fengið jafn mörg stig í 11 leikjum eftir áramót og það hafði gert í 21 leikjum fyrir áramót á þessu tímabili.




Með sigri dagsins hefur liðið því fengið fleiri stig á þessu ári í aðeins 12 leikjum en það gerði í 21 leik fyrir áramót.

Liðið situr í 10.sæti eftir sigur dagsins og getur enn komið sér ofar í töflunni en stuðningsmenn Newcastle eru eflaust gríðarlega ánægðir með Spánverjann við stjörnvölinn og leikmennina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner