Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. apríl 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Guardiola sá þriðji til að vinna þrjár af fimm stærstu deildunum
Mynd: Getty Images
Manchester City varð í dag Englandsmeistari undir stjórn Spánverjans Pep Guardiola.

Fimm leikir eru enn eftir af deildinni en yfirburðir liðsins hafa verið algjörir allt tímabilið.

Með þessum deildartitli varð Guardiola aðeins þriðji stjórinn til að vinna að minnsta kosti þrjár af fimm stærstu deildum Evrópu, hinir eru Jose Mourinho og Carlo Ancelotti.

Guardiola hefur unnið La Liga með Barcelona, Bundesliga með Bayern Munchen og nú ensku úrvalsdeildina með Manchester City.

Mourinho hefur unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea, Seria A á Ítalíu með Inter Milan og La Liga með Real Madrid.

Ancelotti er enn sá eini sem hefur unnið fjórar af fimm stærstu deildunum.

Hann vann Seria A með AC Milan, ensku úrvalsdeildina með Chelsea, þá frönsku með PSG og þýsku með Bayern Munich. Eina deildin af þessum fimm sem honum hefur mistekist að vinna er sú spænska en hann þjálfaði Real Madrid í nokkur ár þar sem hann vann Meistaradeildina en náði ekki að vinna deildina.




Athugasemdir
banner
banner