mán 16. apríl 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klósettpappírskast og athyglisverð myndbandsdómgæsla
Klósettpappírnum rigndi.
Klósettpappírnum rigndi.
Mynd: Getty Images
Það var mjög athyglisverður leikur í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Mainz lagði Freiburg að velli.

Staðan var markalaus. Dómari leiksins ákvað hins vegar að kalla leikmenn til baka úr búningsherbergjum eftir að hann hafði flautað til hálfleiks. Ástæðan var sú að eftir að hafa litið yfir myndbandsupptökur sá dómarinn ástæðu til þess að dæma vítaspyrnu á atvik sem hafði átt sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Marc-Oliver Kempf, varnarmaður Freiburg, fékk boltann í höndina.

Myndbandsdómarinn leiðrétti þarna mistök en tímasetningin var athyglisverð þar sem leikmenn voru komnir inn í búningsklefa. Þeir voru kallaðir aftur út til að taka vítaspyrnuna sem Pablo De Balsis skoraði úr en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Mainz.

Leikmenn fóru aftur inn í búningsklefa eftir að vítaspyrnan hafði verið tekin og biðu eftir að seinni hálfleikurinn yrði flautaður á.

Það varð smá töf á því þar sem áhorfendur ákváðu að kasta miklu magni af klósettpappír inn á völlinn. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner