Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi verður fullur af orku gegn Íslandi á HM
Messi á æfingu með argentíska landsliðinu.
Messi á æfingu með argentíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Argentínumenn þurfa ekki að hafa áhyggjur þar sem stjarna þeirra, Lionel Messi verður fullur orku þegar HM verður flautað á. Þetta segir þjálfari Barcelona, Ernesto Valverde.

„Þeir í Argentínu ættu að vera rólegir þar sem Messi verður mjög orkumikill á HM," sagði Valverde.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Íslendinga þar sem við mætum Messi og félögum í fyrsta leik á HM í Moskvu þann 16. júní næstkomandi.

Messi hefur verið að glíma við meiðsli og missti til að mynda af síðustu landsleikjum Argentínu sem voru í mars. Hann þurfti að horfa á Argentínu tapa 6-1 fyrir Spáni úr stúkunni.

Hann hefur fengið litla hvíld með Barcelona á tímabilinu en ætti sem fyrr segir að vera fullur af orku í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner