mán 16. apríl 2018 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Árni spilaði en ekki Arnór - Vonbrigði hjá Glódísi
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson kom inn í byrjunarlið Jönköpings Södra er liðið tapaði fyrir Varberg í sænsku B-deildinni í kvöld.

Jönköpings Södra féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Árni ákvað að halda áfram hjá félaginu. Hann spilaði allan leikinn í kvöld í 2-1 tapi en Jönköpings hefur alls ekki byrjað þetta tímabil vel og er án stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Í sænsku úrvalsdeildinni er Hammarby að byrja vel, með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Toppsætið er þeirra eftir 4-0 sigur á Brommapojkarna í kvöld en Arnór Smárason kom ekki við sögu hjá Hammarby, hann sat allan tímann á varamannabekknum.

Þá spilaði landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir í hjarta varnar Rosengård er liðið gerði jafntefli við Göteborg á heimavelli í fyrsta leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni.

Þetta eru vonbrigðarúrslit fyrir Rosengård þar sem liðið ætlar sér að vinna titilinn stóra í Svíþjóð.

Smelltu hér ef þú vilt vita meira um það sem gerðist í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner