Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   fim 16. maí 2013 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Við reyndum og uppskárum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var að vonum ánægður með sigur liðsins á ÍA í kvöld, er liðið náði að skora fjögur mörk á lokamínútum leiksins og vinna þar með 4-1.

,,Ég var bara mjög sáttur með hvernig leikurinn endaði, en ósáttur með einbeitingarleysið þegar Skagamenn skora markið. Mér fannst við vera búnir að ná ágætis tökum á leiknum eftir að þeir höfðu verið vel inni í honum og við það að þeir skora þá kemur upp sama staða og í Vestmannaeyjum."

,,Við ætluðum ekki að láta það trufla okkur heldur vera þolinmæðir og hamra á og komast í gegnum þá með spili á jörðinni ekki með endalausu boltanum á höfuðið á Kára og Ármanni."

,,Það kom mikill hraði með Ellert og Viggó kom geysilega klókur inn og hefur tekið stórstiga framförum. Bæði það að sjá áður en staðan kemur upp hvert hann getur sett boltann, á þrjár stungur og eina stoðsendingu og rólegur á boltanum."

,,Þessi margfrægi karakter hann er hæfileiki til að kafa djúpt þegar á móti blæs og hann kom þarna. Ég var í sjálfu sér ekki óánægður með leikinn úti í Eyjum og mér fannst karakterinn þar ekki bíða neina hnekki þó svo við höfum tapað og menn komu vel stemmdir,"
sagði Ólafur ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner