Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. maí 2017 10:42
Elvar Geir Magnússon
Devon þarf í aðgerð - Spilar ekki meira með ÍBV í sumar
Devon borinn af velli gegn Víkingum.
Devon borinn af velli gegn Víkingum.
Mynd: Raggi Óla
Devon Már Griffin, leikmaður ÍBV var borinn af velli í 1-0 sigri liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni um helgina.

Nú er komið í ljós að hann er brotinn og þarf að fara í aðgerð. Hann mun væntanlega ekki leika meira á þessu tímabili.

Þatta staðfestir Sunna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar í samtali við Eyjar.net.

„Það er ömurlegt að missa hann og finnum við mikið til með honum." segir Sunna ennfremur.

Þessi ungi varnarmaður er fæddur 1997 en hann var í byrjunarliðinu gegn Víkingum en fór meiddur af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann hefur spilað 9 leiki fyrir ÍBV í efstu deild og þá á hann tvo leiki fyrir U17 landslið Íslands.

Eyjamenn eru með fjögur stig að loknum þremur fyrstu umferðunum.
Athugasemdir
banner
banner