mið 16. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 12. sæti: Bournemouth
Eddie Howe er knattspyrnustjóri Bournemouth.
Eddie Howe er knattspyrnustjóri Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Nathan Ake er lykilmaður í vörn Bournemouth.
Nathan Ake er lykilmaður í vörn Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Joshua King var markahæstur hjá Bourenmouth í fyrra, hann var markahæstur í ár ásamt Callum Wilson. Þeir skoruðu átta mörk.
Joshua King var markahæstur hjá Bourenmouth í fyrra, hann var markahæstur í ár ásamt Callum Wilson. Þeir skoruðu átta mörk.
Mynd: Getty Images
Jordon Ibe lagði upp flest mörkin.
Jordon Ibe lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2015.
Bournemouth hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2015.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Bournemouth í vetur.

Eddie Howe náði að halda Bournemouth uppi í efstu deild þriðja árið í röð en fyrsta tímabil þeirra í úrvalsdeildinni var tímabilið 2015/16, þetta verður að teljast magnaður árangur hjá jafn litlu félagi eins og Bournemouth sem er meðal annars með minnsta heimavöllinn í ensku úrvalsdeildinni en Dean Court tekur rúmlega 11.000 manns í sæti.

Tímabilið byrjaði frekar illa hjá Bournemouth og þeir voru stigalausir eftir fyrstu fjórar umferðirnar, í fimmtu umferð kom fyrsti sigurinn en þá sigruðu þeir nýliða Brighton á heimavelli, 2-1.

Þegar árið 2018 gekk í garð var Bournemouth með 20 stig í 14. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Stigasöfnunin gekk þó heldur betur eftir áramótin en í janúar vann liðið meðal annars Arsenal 2-1 á heimavelli og fór í heimsókn á Stamford Bridge þar sem þeir sigruðu heimamenn í Chelsea 0-3.

Niðurstaðan er því sú að Bournemouth endar í 12. sæti með 44 stig, tveimur stigum minna en í fyrra en þá enduðu þeir í 9. sæti með 46 stig.

Besti leikmaður Bournemouth á tímabilinu:
Hollendingurinn ungi, Nathan Ake var gríðarlega traustur í vörn Bournemouth í vetur, kom við sögu í öllum leikjum liðsins á tímabilinu og skoraði í þeim tvö mörk.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Joshua King - 8 mörk
Callum Wilson - 8 mörk
Ryan Fraser - 5 mörk
Junior Stanislas - 5 mörk
Jermain Defoe - 4 mörk
Nathan Ake - 2 mörk
Steve Cook - 2 mörk
Dan Gosling - 2 mörk
Jordon Ibe - 2 mörk
Lys Mousset - 2 mörk
Andrew Surman - 2 mörk
Harry Arter - 1 mark
Charlie Daniels - 1 mark
Adam Smith - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Jordon Ibe - 6 stoðsendingar
Andrew Surman - 5 stoðsendingar
Nathan Ake - 3 stoðsendingar
Ryan Fraser - 3 stoðsendingar
Joshua King - 3 stoðsendingar
Adam Smith - 3 stoðsendingar
Charlie Daniels - 3 stoðsendingar
Lewis Cook - 2 stoðsendingar
Junior Stanislas - 2 stoðsendingar
Callum Wilson - 2 stoðsendingar
Steve Cook - 1 stoðsending
Simon Francis - 1 stoðsending
Dan Gosling - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Nathan Ake - 38 leikir
Asmir Begovic - 38 leikir
Charlie Daniels - 35 leikir
Steve Cook - 34 leikir
Joshua King - 33 leikir
Simon Francis - 32 leikir
Jordon Ibe - 32 leikir
Lewis Cook - 29 leikir
Dan Gosling - 28 leikir
Callum Wilson - 28 leikir
Adam Smith - 27 leikir
Ryan Fraser - 26 leikir
Andrew Surman - 25 leikir
Jermain Defoe - 24 leikir
Lys Mousset - 23 leikir
Marc Pugh - 20 leikir
Junior Stanislas - 19 leikir
Benik Afobe - 17 leikir
Harry Arter - 13 leikir
Tyrone Mings - 4 leikir
Jack Simpson - 1 leikur
Emerson Hyndman - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Bournemouth fékk á sig 61 mark á tímabilinu, sex mörkum minna enn í fyrra.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markvörðurinn Asmir Begovic lék alla deildarleiki Bournemouth á tímabilinu og fékk flest stig leikmanna liðsins í vetur í Fantasy leiknum, 112 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Bournemouth á tímabilinu?
Fótbolti.net var ekki langt frá því að spá rétt fyrir um lokastöðu Bournemouth, spáin var 13. sæti en Bournemouth gerði aðeins betur en það og endaði í 12. sæti.

Spáin fyrir enska - 13. sæti: Bournemouth

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Bournemouth á tímabilinu
England: Varamaðurinn Ibe skipti sköpum í fyrsta sigri Bournemouth
Eddie Howe: Við áttum þetta mark skilið
England: Bournemouth lagði vængbrotið lið Arsenal
Eddie Howe: Við munum njóta kvöldsins
England: Chelsea tapaði stórt á heimavelli - Gylfi lagði upp

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner