Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 16. maí 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard heimtar betri samherja til að skrifa undir samning
Mynd: Getty Images
Eden Hazard ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Chelsea fyrr en betri leikmenn eru keyptir til félagsins.

Þetta sagði Belginn knái í viðtali fyrir bikarúrslitaleik Chelsea gegn Manchester United á laugardaginn, en samningur hans rennur út 2020.

„Þetta hefur verið slakt tímabil fyrir okkur en við getum ennþá bjargað því með að vinna FA bikarinn. Við eigum risaleik framundan og ég er bara að hugsa um hann," sagði Hazard, en félög á borð við Manchester City og Real Madrid hafa sýnt honum áhuga.

„Ég vil fá góða leikmenn til félagsins því ég vil vinna deildina á næsta tímabili. Ég verð ekki hérna mikið lengur ef hópurinn styrkist ekki, þess vegna ætla ég að taka mér nægan tíma til að íhuga nýjan samning og sjá hvernig félaginu gengur."

Hazard hefur unnið allt mögulegt með Chelsea nema FA bikarinn og hefur úrslitaleikurinn því mikla þýðingu fyrir hann.

„Tímabilið strax eftir titilinn getur oft verið erfitt, við sáum hvernig fór með Leicester í fyrra. Við töpuðum of mörgum stigum á heimavelli á þessu tímabili og þegar það gerist þá er erfitt að halda sér í Meistaradeildarsæti. Nú er komið að okkur að bjarga tímabilinu með að vinna bikarinn.

„Ég hef aldrei unnið FA bikarinn á sex árum hjá Chelsea. Vonandi er þetta árið mitt og Chelsea."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner