Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 15:00
Fótbolti.net
Íslenskir aðdáendur fagna brotthvarfi Stóra Sam
Stóri Sam var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Everton.
Stóri Sam var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Everton.
Mynd: Getty Images
Sam á hliðarlínunni með Jose Mourinho.
Sam á hliðarlínunni með Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Marco Silva verður mögulega næsti stjóri Everton.
Marco Silva verður mögulega næsti stjóri Everton.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta er á óskalistanum hjá mörgum stuðningsmönnum Everton sem næsti stjóri.
Mikel Arteta er á óskalistanum hjá mörgum stuðningsmönnum Everton sem næsti stjóri.
Mynd: Getty Images
Everton tilkynnti áfram að Sam Allardyce verði ekki áfram stjóri félagsins þrátt fyrir ágætis árangur eftir að hann tók við af Ronald Koeman í nóvember. Leikstíll Everton fékk gagnrýni undir stjórn Allardyce.

Fótbolti.net bað stuðningsmenn Everton að svara því hvort þeir séu ánægðir með að fá nýjan stjóra og hver næsti stjóri liðsins á að vera?



Magnús Geir Eyjólfsson, starfsmaður Nató
Ég er búinn að vera með Hit the Road Jack á repeat í allan dag og bíð nú bara eftir að vinnudeginum ljúki svo ég geti byrjað að staupa mig. Ég var brjálaður þegar hann var ráðinn og fannst ég niðurlægður því maðurinn er andlega gjaldþrota, bæði sem stjóri og persóna. Hann sýndi það líka í hverju einasta viðtali sem hann fór í. Til dæmis þegar hann tilnefndi sjálfan sig sem Messías fyrir að ná ósannfærandi jafntefli gegn B-liði Liverpool á heimavelli. Ég tók strax þá ákvörðun að horfa ekki á einn einasta leik undir hans stjórn og stóð við það þangað til ég álpaðist inn á leikinn við Southampton í byrjun maí. Þá rann upp fyrir mér að þetta var í raun mun verra en stuðningsmenn lýstu á Twitter. En núna gleðst ég heitt og innilega. Ég er búinn að fá klúbbinn minn aftur.

Varðandi næsta stjóra þá er mér nokk sama í augnablikinu enda ennþá hátt uppi. Jafnvel þótt þeir sæktu einhvern í 3. deildina í Georgíu, þá yrði það samt framför. Marco Silva er nefndur. Ég er ekki sannfærður en hann er í það minnsta ekki óþolandi persóna. Samkvæmt fréttum gæti það orðið eitthvað vesen og ef einhver klúbbur getur afrekað það að klúðra því að ráða atvinnulausan mann, þá er það Everton. Þess vegna elskum við þennan klúbb.

Anton Ingi Leifsson, Vísir
Já ég er rosalega ánægður með það. Guð sé lof. Þessi fótbolti var hreinasta hörmung þó stigasöfnunin hafi verið góð frá því að hann tók við. Ég var nokkuð sáttur, ef sáttur skildi kalla, þegar hann kom inn því þá var Everton bara í fallbaráttu og því þurfti að bjarga. Ég veit ekki afhverju en ég bjóst við að fótboltinn yrði aðeins skemmtilegri en þessi viðbjóður.

Það er erfitt að segja til um hver ætti að taka við. Paulo Fonseca hefur verið orðaður við stöðuna sem og Silva sem var með Watford en þessir tveir eru ofarlega á blaði hjá mér. Ef ekki bara efstir.

Þórður Snær Júlíusson, Kjarninn
Já, mjög. Niðurlægingartímabilinu er lokið. Að minnsta kosti í bili. Fyrir frekari skýringar, sjá hér:.

Ég væri mjög til í að besti litli Spánverjinn sem við þekkjum, Mikel Arteta, myndi taka við. Hann er eldklár, virkar með nægilega mikla nákvæmis-fótbolta-þráhyggju til að fúnkera í nútímafótbolta, er goðsögn hjá Everton og með óaðfinnanlegt hár. Hann er þó líklega ekki að fara að koma þannig að ég sætti mig alveg við Silva, Fonseca eða Howe. Ég myndi taka Pardew bara fyrir breytinguna. Bara allt annað er Allardyce. Tek þetta samt aftur með Pardew. Hann er agalegur.

Viðar Guðjónsson, fyrrum leikmaður Fram
Þessari niðurstöðu fagna allir góðir og meðalgóðir menn. Allardyce má þó eiga það að liðið varð lélegt í stað þess að vera hörmulegt undir hans stjórn og honum tókst að bjarga liðinu frá falli. Ekki verður þó horft framhjá því að hann náði að láta alla leiki verða leiðinlega þó hann hafi unnið suma þeirra. Hvern vil ég fá sem næsta framkvæmdastjóra? Helst ekki einhvern sem vekur ekki hugrenningartengsl við breska kolanámu. Á erfitt með að nefna arftaka en þó einhvern sem hefur stefnu um það hvert félagið á að fara. Held hreinlega að Wenger gæti verið góður kostur til að taka strúktúrinn í klúbbnum í gegn samhliða því að bæta spilamennskuna. Hann gæti verið vel til þess fallinn að skila góðu búi til næsta stjóra eftir nokkur ár.

Halldór Bogason, leikmaður KV
Ég er ánægður með að Big Sam hafi verið látinn fara. Hinsvegar er ég sáttur með hans verk þar sem hann tók við okkur í frjálsu falli og stýrði skútunni á beina braut. Hann er búinn að leggja góðan grunn að næsta tímabili en hann náði í Tosun og Walcott sem eru bestu menn Everton í dag f.utan Gylfa. Með áframhaldandi veru hans hefði Lookman farið sem er mesta „potential“-ið í klúbbnum. Metnaðurinn er að koma Everton ofar í töflunni og með núverandi leikstíl liðsins finnst mér það ekki hægt. Tölfræðin sýnir leikstíl Big Sam en við vorum í tuttugasta sæti yfir flest skot á mark og flest færi sköpuð í deildinni. Ég hreinlega veit ekki hver tekur við starfinu en ljóst er að framtíð klúbbsins er björt með pening til leikmannakaupa og nýjan völl á næstu árum. Væri til í eftirfarandi þjálfara: 1. Fonseca 2. Marco Silva 3. Arteta 4. Emery (langsótt) 5. Villas Boas.

Haraldur Örn Hannesson, eigandi BK kjúklings
Ég hef aldrei verið talsmaður þess að reka menn úr starfi en ég held að stjórnin hafi fyrst og fremst ekki staðið rétt að ráðningu hans í vetur, fyrst að þeir fóru í að ráða hann í starf þá var algörlega galin hugmynd að láta hann fá 18 mánaða samning þar hefði verið ráðlegt að ráða hann út þetta tímabil með framlengingar ákvæði ef allir aðilar hefðu verið sáttir. Á þessum tímapunkti hefðu menn ekki staðið í þessum sporum núna. Það vita allir sem vilja vita að til þess að ná í menn sem geta komið þér lengra í keppnum þá þarftu stjóra sem menn vilja spila fyrir Sam er ekki þessi maður og taka svo stubbinn með "GALIÐ". En aftur að því hvort ég vildi hann út þá já ég var staddur á Goodison Park fyrir fáeinum vikum síðan í leik á móti Newcastle sem vannst 1-0 en ég hef aldrei í öllum mínum ferðum verið á vellinum í svona slakri stemmingu menn töluðu um leiðinlegan leikstíl og það var ekkert passion fyrir því sem um var að vera, rangar uppstillingar og hreinlega að kallinn vildi ekki vinna útileiki og þetta að fyrsta verkefnið væri að ná í 40 stig til að sleppa við fall er bara ekki það sem fólkið þarna og við stuðningsmennirnir viljum við viljum miklu meira. Þannig að lokaniðurstaðan er sú jú Big Sam þurfti að fara.

Hverjir eru á óskalistanum. fyrir mér þá vil ég fá gæja með alvöru metnað gæja eins Paulo Fonseca hjá Shakhar Donetsk; Carlo Ancelotti þar væri ég alveg í skýunum. Svo væri ég einnig til í að fara í flott verkefni og fá Mikael Arteta í starfið með þá svolítið lengri samning og meiri þolinmæði fyrir því að vera með ungan áhugaverðan stjóra sem þekkir allt hjá okkur búinn að vera leikmaður og fyrirliði þarna. Ég hef mikla trú á honum svo skemmir ekki fyrir að hann skuli hafa verið þetta lengi undir stjórn hjá manni eins og Wenger og í þjálfarateymi Guardiola.

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss
Ég er helvíti ánægður með að hann sé hættur. Ég var á því að þetta væri tímabundin ráðning þegar hann var ráðinn eins og þetta virðist vera. Menn voru að reyna að redda sér á þessum tíma. Marco Silva fyrrum stjóri Watford er líklega að taka við og mér líst vel á hann en ég væri til í að sjá Heimi Hallgríms taka við eftir HM. Það væri gaman ef svo væri en það er kannski óskhyggja.
Athugasemdir
banner
banner
banner