Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 16. maí 2024 10:19
Elvar Geir Magnússon
Greenwood til Ítalíu?
Greenwood í leik með Getafe.
Greenwood í leik með Getafe.
Mynd: EPA
Ítölsku stórliðin Napoli og Juventus eru sögð ætla að reyna að fá hinn umdeilda Mason Greenwood í sumar.

Greenwood er 22 ára og er samningsbundinn Manchester United en var settur í leyfi eftir að hafa verið sakaður um nauðgun og kynferðisofbeldi. Ákæran var felld niður.

Greenwood hefur spilað fyrir Getafe á lánssamningi á þessu tímabili og spænska félagið vill halda honum. Óvíst er hinsvegar hvort það hafi fjármagn til þess.

Talið er víst að Greenwood eigi ekki afturkvæmt til Manchester United svo ítölsku félögin sjá möguleika á að krækja í leikmanninn. Hann hefur einnig verið orðaður við Atletico Madrid.

Greenwood hefur skorað 10 mörk í 34 leikjum í öllum keppnum fyrir Getafe en liðið er í tíunda sæti í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner
banner