Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 16. maí 2024 10:25
Elvar Geir Magnússon
Thiago Motta líklegastur til að taka við Juventus
Thiago Motta.
Thiago Motta.
Mynd: EPA
Það virðist allt stefna í stjóraskipti hjá Juventus og að Massimiliano Allegri verði látinn fara í sumar, þrátt fyrir að hann hafi landað ítalska bikarmeistaratitlinum í gær.

Ítalskir fjölmiðlar telja líklegast að Thiago Motta, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, fái tilboð um að taka við stórliðinu.

Il Corriere della Sera segir að Motta muni skrifa undir tveggja ára samning, með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Motta hefur tryggt Bologna sæti í Meistaradeildinni en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Gazzettan segir að Motta hafi látið forráðamenn Juventus vita af því að hann sé reiðubúinn að halda til Tórínó og taka við liðinu.

Forráðamenn Juventus eru hrifnir af skemmtilegum leikstíl Motta og þá þykir hann frábær í að þróa unga hæfileikaríka leikmenn. Juventus hefur einnig verið orðað við tvo leikmenn Bologna; þá Riccardo Calafiori og Joshua Zirkzee.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 8 1 1 18 5 +13 25
2 Inter 10 6 3 1 24 13 +11 21
3 Atalanta 10 6 1 3 26 14 +12 19
4 Fiorentina 10 5 4 1 21 9 +12 19
5 Lazio 10 6 1 3 22 13 +9 19
6 Juventus 10 4 6 0 17 7 +10 18
7 Udinese 10 5 1 4 14 14 0 16
8 Milan 9 4 2 3 16 11 +5 14
9 Torino 10 4 2 4 15 15 0 14
10 Roma 10 3 4 3 10 11 -1 13
11 Bologna 9 2 6 1 11 11 0 12
12 Empoli 10 2 5 3 7 9 -2 11
13 Parma 10 1 6 3 14 16 -2 9
14 Verona 10 3 0 7 13 22 -9 9
15 Como 10 2 3 5 12 21 -9 9
16 Cagliari 10 2 3 5 8 17 -9 9
17 Monza 10 1 5 4 10 13 -3 8
18 Venezia 10 2 2 6 10 18 -8 8
19 Lecce 10 2 2 6 4 19 -15 8
20 Genoa 10 1 3 6 7 21 -14 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner