Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. júní 2015 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Blikar völtuðu yfir Hlíðarnar
Fanndís gerði tvö mörk í stórsigri Blika.
Fanndís gerði tvö mörk í stórsigri Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna þar sem Breiðablik rústaði Valsörum á Vodafonevellinum. Elín Metta Jensen misnotaði vítaspyrnu fyrir heimamenn á 29. mínútu leiksins og eftir það virtist algjörlega slokkna á liðinu sem hafði barist vel fyrsta hálftíma leiksins.

Fanndís Friðriksdóttir gerði tvö mörk af sex í stórsigri Blika sem eru á toppi deildarinnar, stigi fyrir ofan Selfyssinga.

Selfoss fékk Aftureldingu í heimsókn og vann einfaldan sigur með tveggja marka mun.

KR gerði þá jafntefli við Þrótt á Alvogenvellinum og er hvort lið með tvö stig í fallbaráttunni.

Valur 0 - 6 Breiðablik
0-1 Jóna Kristín Hauksdóttir ('5)
0-2 Guðrún Arnardóttir ('36)
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('41)
0-4 Fanndís Friðriksdóttir ('53)
0-5 Málfríður Erna Sigurðarsdóttir ('67)
0-6 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('79)

Selfoss 2 - 0 Afturelding
1-0 Donna Kay Henry ('59)
2-0 Magdalena Anna Reimus ('77)

KR 0 - 0 Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner