Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. júní 2018 12:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta HM mark Messi kom á þessum degi fyrir 12 árum
Mynd: Getty Images
Dagsetningin í dag, 16. júní, er sérstök fyrir Lionel Messi, einn besta fótboltamanns allra tíma.

Messi er í argentíska liðinu sem mætir Íslandi klukkan 13:00, eftir um rétt tæpan klukkutíma.

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands: Alfreð og Aron byrja

Messi er að taka þátt á sínu fjórða Heimsmeistaramóti en fyrir 12 árum tók hann þátt á sínu fyrsta móti, í Þýskalandi. Messi var þá aðeins 18 ára að aldri.

Þann 16. júní spilaði Argentína við Serbíu og Svartfjallaland á HM og úr varð burst. Messi kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og var búinn að skora á 88. mínútu.

Þetta var aðeins hans annað landsliðsmark en hann er núna kominn með 64 mörk í 124 landsleikjum. Messi spilar landsleik númer 125 í dag gegn Íslandi í Moskvu.

Af 64 landsliðsmörkum hans hafa fimm þeirra komið á HM. Vonandi bætist ekkert í hópinn í dag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsinga frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner