Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 16. júní 2018 22:30
Gunnar Logi Gylfason
Kompany gæti náð leiknum gegn Englandi
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrirliði Englandsmeistara Manchester City, og Thomas Vermaelen, varnarmaður á mála hjá Barcelona, eru báðir meiddir og missa af fyrsta leik Belga gegn Panama, þann 18. júní.

Nú hefur Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, sagt að Kompany gæti náð leiknum gegn Englandi þann 28. júní en það er lokaleikur liðanna í riðlinum.

Kompany, sem hefur verið mikið meiddur á ferlinum, meiddist á nára í vináttulandsleik gegn Portúgal í byrjun júní og var þátttaka varnarmannsins talin í hættu.

„Kompany gæti verið orðinn klár fyrir þriðja leikinn," sagði Martinez.

Vermaelen gæti orðið klár fyrir annan leik liðsins, gegn Túnis.

„Vermaelen gæti verið tilbúinn fyrir næstu leiki á eftir Panama. Hann er ekki með okkur hér í Sochi, han er að vinna í sínum málum í Moskvu."

Leikur Belga og Panama er, sem fyrr segir, þann 18. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner