Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. júlí 2017 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Keflavík lagði Sindra
Mynd: Jón Örvar Arason
Sindri 2 - 3 Keflavík
1-0 Shameeka Fishley ('32)
1-1 Sophie Groff ('43)
1-2 Sveindís Jane Jónsdóttir ('46)
1-3 Katla María Þórðardóttir ('60)
2-3 Phoenetia Brown ('90, víti)

Keflavík og Sindri áttust við í fyrri leik dagsins í 1. deild kvenna í dag.

Heimakonur komust yfir á 32. mínútu þegar Shameeka Fishley skoraði, en Keflavík jafnaði fyrir leikhlé.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom síðan Keflavík yfir í upphafi seinni hálfleiks og Katla María Þórðardóttir bætti öðru marki við.

Staðan orðin 3-1 fyrir Keflavík, en Sindri náði að jafna þegar Phoenetia Brown skoraði úr víti undir lokin.

Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík og þær fara glaðar heim. Keflavík er með 17 stig í fjórða sæti á meðan Sindri hefur 12 stig í sjöunda sæti.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner