Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. júlí 2017 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Selfoss með endurkomu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfoss 2 - 1 HK/Víkingur
0-1 Isabella Eva Aradóttir ('14 )
1-1 Magdalena Anna Reimus ('45 )
2-1 Kristrún Rut Antonsdóttir ('67 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss vann gríðarlega sterkan sigur í 1. deild kvenna í kvöld.

Selfyssingar fengu HK/Víking í heimsókn í kvöld, en bæði lið hafa verið að spila flottan fótbolta í sumar. Selfoss fór frekar illa af stað, en í undanförnum leikjum hefur liðið tekið við sér.

HK/Víkingur gat endurheimt toppsætið með sigri, eða jafntefli, en þær komust yfir á 14. mínútu; Ísabella Eva Aradóttir með markið.

Magdalena Anna Reimus jafnaði fyrir Selfoss rétt fyrir leikhlé og um
miðjan seinni hálfleikinn skoraði Kristrún Rut Antonsdóttir annað markið fyrir Selfoss. Það reyndist sigurmarkið, 2-1 fyrir Selfoss.

Selfoss fer núna upp að hlið Þróttar R. og HK/Víkings. Spennan er mikil í toppbaráttunni í 1. deild kvenna!

Toppbaráttan í 1. deild kvenna:
1. Þróttur R. - 22 stig
2. HK/Víkingur - 21 stig
3. Selfoss - 20 stig
4. Keflavík - 17 stig
Athugasemdir
banner