Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. júlí 2017 16:07
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
2. deild kvenna: Einherji með öruggan sigur
Einherji vann öruggan sigur í dag
Einherji vann öruggan sigur í dag
Mynd: Aðsend
Einherji 4 - 1 Hvíti Riddarinn
1-0 Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir ('15)
2-0 Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir ('59)
3-0 Borghildur Arnarsdóttir ('64)
3-1 Markaskorara vantar ('68)
4-1 Barbara Kopacsi ('77)

Það var botnslagur á Vopnafirði í 2. deild kvenna í dag þegar Einherji mætti Hvíta Riddaranum. Fyrir leik liðanna var Einherji í 8. og næst síðasta sæti deildarinnar en Hvíti Riddarinn sat á botninum.

Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir kom heimakonum í Einherja yfir á 15. mínútu og hún var svo aftur á ferðinni á 59. mínútu leiksins. 2-0 fyrir Einherja.

Þriðja markið kom fimm mínútum síðar en það gerði Borghildur Arnarsdóttir.

Hvíti Riddarinn klóraði í bakkann skömmu síðar en Barbara Kopacsi innsiglaði öruggan sigur Einherja með fjórða marki liðsins á 77. mínútu.

Með sigrinum er Einherji komið með 7 stig en liðið situr enn í næst neðsta sæti. Hvíti Riddarinn er enn á botninum með 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner